Singapore er ótrúlega falleg og heillandi borg. Við lentum í Singapore einmitt þegar kínverska nýjárið var, sem var ótrúlega skemmtileg upplifun. Við fundum alveg fyrir því í Saigon (HCMC) í Víetnam að traffíkin var minni og sumir veitingarstaðir búnir að loka útaf nýja árinu, en vorum mjög spennt og fegin þegar við sáum að Singapore hélt uppá það líka! Komum okkur fyrir á capsule hosteli, sem var mjög kósí. Starfsmaður þar sagði okkur frá aðal staðnum sem fólk myndi vera á. Þar voru góð veitingatjöld , sýning og flugeldar. Auðvitað skelltum við okkur í lestina og drifum okkur þangað! Við vorum við höfnina þar sem maður sér frægu brúna, safnið og Marina Bay Sands hotelið. Það voru einnig margir sem fóru efst upp á Marina Bay S. hotelið að sjá flugeldana þar uppi.

Það voru margir búnir að segja við okkur hvað Singapore væri hrein og göturnar fínar o.s.frv. og sáum það alveg, gott skipulag á öllu. Vorum að búast við að það væri dýrara þar en þetta var svipað og á Íslandi.
Við vorum í 3 nætur (2daga) í Singapore, hefði alveg verið nóg að taka 1 heilan dag í að skoða allt. Síðasta daginn var maður á röltinu og búin að sjá allt. Náðum reyndar ekki að sjá sumt því margir veitingarstaðir og fl. var lokað útaf nýja árinu.
Við fórum auðvitað að skoða það helsta, Double Helix brúnna, Marina Bay Sands hótelið og Artscience safnið, Gardens by the bay og Chinatown.

Við byrjuðum fyrsta daginn á að kíkja á Gardens by the Bay. Hostelið seldi okkur miða sem var með innifalið að kíkja í Cloud forrest og Flower dome með smá afslætti. Hostelin eru með afslætti á marga staði.
Flower dome og Cloud forrest var flott en myndi ekki segja það sé alveg MUST, hefði alveg væri fínt að spara þann penning. En þegar ég lít til baka er ég bara fegin þar sem við fórum fyrr heim og þurftum ekki að stressast yfir peningum.
Gardens by the bay var ótrúlega fallegt, svo skrítið að vera komin á stað sem þú hefur séð oft á myndum. Ljósasýningin var 2x, ein kl. 19:45 og hin 20:45 (voru færri 20:45). Eitt sem við vissum ekki sem er mjög gott að vita. Ef maður ætlar upp og labba brúnna, þarftu að fá tímastimpil, þú getur ekki valið tíma. Þau fylla fyrsta tímann fyrst, þannig þarft bara að tjekka aftur og aftur þar til tíminn sem þú vilt kemur. Mæta tímanlega í röð, þar sem tíminn getur seinkað.

Fengum okkur hádegismat í ofurhetjuveitingarstað í verslunarmiðstöð hjá Marina Bay Sands.
Dagur 2 var notaður í að skoða ArtScience safnið, þar voru nokkrar sýningar í gangi og við skelltum okkur í allar vegna valkvíða 🙂
Mjög skemmtilegt og áhugavert 🙂
Við tókum ákvörðun að mæta nokkrum tímum fyrr á flugvöllinn þar sem það fer eftir hvaða terminal þú ert í hvað þú sérð. Frægi fossinn er á terminal 1. Mjög flottur flugvöllur, minnti mig bara á verslunarmiðstöðina.
Takk fyrir að lesa! 🙂
Singapore og Ástralía myndband