Kuala Lumpur kom okkur frekar á óvart, KL var ekkert á planinu okkar en þar sem við vorum styttra í Sri Lanka en áætlað var, þá ákváðum við að stoppa stutt í KL áður en haldið var til Tælands í mánuð.
Fyrsta daginn fórum við í Little India, sem var ekkert spes og ekki must see en Chinatown var skemmtilegra og skoðuðum markaðinn þar.
Þegar maður hugsar um Kuala Lumpur þá hugsaði ég strax um Petrona turnana. Það var einnig verslunarmiðstöð þar og við skelltum okkur í bíó.
Lokal Coffe var uppáhalds morgunmats-staðurinn. Morgunmaturinn er til 11:00.
Svo fórum við auðvitað í Batu Caves. Léttara en ég hélt að fara upp stigann en það er kannski af því maður var alltaf að stoppa til að taka myndir 😛
Myndbandið okkar frá KL:
Takk fyrir að lesa 🙂