Hanoi
Tók okkur sirka 2 daga að venjast umferðinni hérna. Það var eins og gangstéttin væri aðeins fyrir vespur, svo við þurftum nánast allan tíman að labba á götunni. Ef það voru ekki vespur þá var fólk að borða og elda mat. Að fyrstu fannst okkur of mikið áreiti og vorum ekki svaka heilluð af stórborginni en um kvöldið fórum við á næturmarkaðinn. Þar var búið að loka fyrir svo vespur og bílar komust ekki og var fullt af fólki. Mjög skemmtilegur markaður! fannst hann besti markaðurinn í Víetnam sem við fórum á. Það var líka ótrúlega gaman að sjá fólk dansa á götunum, sérstaklega samkvæmisdans. Við ákváðum að kíkja á water puppet show til að komast smá í menninguna, áhugavert og gaman en eftirá litið er það ekki einhvað sem ég myndi segja að væri „must do“.


Ha Long Bay:
Löng saga stutt, fórum við í 5 stjörnu cruise í 3 daga. Algjör lúxus, við semsagt misreiknuðum verðið á þessu og endaði á að vera dýrara en við héldum. Þannig þetta var jóla/afmælis gjöfin í ár! Annars hefðum við örugglega farið bara í dagsferð þangað eins og flestir gera. Við vorum mjög heppin með veður og fengum mikla sól. Svo friðsælt og fallegt þarna, við vorum alveg að njóta í botn. Við vorum reyndar ekki alveg á aðal staðnum = Ha Long Bay, heldur flökkuðum á hinum tveimur “bay-unum”.
Gast verið í 2-3 daga, við völdum 3 daga þá var einnig innifalið dagsferð á minnibát og fékkst að gera meira.


Hué:

Við flugum frá Hanoi til Hué, það var ódýrast/þæginlegast fyrir okkur.
Okkur fannst frekar skrítið og áhugavert hvað margir voru að brenna pappír í tunnum á götunum og með borð af mat og fl. á gangstéttinni. Það er gert fyrir forfeður þeirra, ef fjölskyldumeðlimur hefði átt afmæli þann dag eða tilefni dánardags þeirra er fært þeim það sem þau gætu þurft að hafa hinumegin. Það var frekar erfitt að finna einhvern sem kunni góða ensku en við skildum þetta svona.

Da Nang:
Vorum alveg í 7 daga í Da Nang sem var fínt því Dagur fékk matareitrun og vorum inni í nánast 4-5 daga og fengum okkur bara Grab heimsendingu á mat. Við reyndar biðum í 1-2 daga sirka þar til við fórum á einkaspítala. Þar fór Dagur í ómun, blóðprufu, viðtal við hjúkrunarfræðing og talaði við 2 lækna og komumst að hann væri með matareitrun. Höfum ekki hugmynd hvar hann fékk það, líklegast í Hué því hann var orðinn frekar veikur þegar við komum til Da Nang. Vorum fegin og hissa hvað þetta var ódýrt. Fengum öll lyfin á staðnum og mjög skýrar leiðbeiningar hvað lyfin gerðu og hvernig á að taka þau.
Eitt sem við vissum ekki áður en við komum var að drekabrúin er með sýningu bara á laugardögum og sunnudögum.
Ströndin á Da Nang er mjög fín, mæli með allavega einum strandardag 🙂 reyndar ekki mikið af veitingarstöðum nálægt en er við göngufæri 🙂
Kítkum á bleiku kirkjuna (Da Nang Cathedral), mjög flott en virtist vera að þú þurftir að borga til að komast inn þannig við tókum bara mynd og röltuðum meira.
Kíktum á Ba Na Hills þar sem Golden Bridge og franska þorpið er. Ótrúlega flott og gaman að taka dagsferð þangað, margt að skoða.
Þorpið var gert upp í líkingu við franska þorpið sem var einu sinni þar þegar Frakkar tóku yfir. Ba Na Hills fékk nafnið Ba Na frá banana því Frakkar fundu svo mörg banana tré.

Hoi An:
Ef ég væri að plana aftur þá myndi ég aðeins vera 2-3 nætur í Hoi An. Ótrúlega fallegur bær, fallegar byggingar! Var frekar hissa hvað maður var fljótur að sjá allt, en fannst þæginlegt að skoða í rólegheitum. Á götunum voru nánast allatf sömu búðirnar, þá meina ég að selja það sama. Margar leður búðir, ferðamannabúðir, luktir og svo svona sögulegar byggingar sem þú þurftir miða til að komast inn.


Á kvöldin fannst mér meira áreiti, fólk að selja kerti og fá þig til að fara í bát með ljósum.
My Son, persónulega fannst mér þessi ferð ein af bestu sem við vorum búin að fara í. Tókum 6am tour sem var lítill hópur, mjög þæginlegt. Vorum ein af fyrstu á staðinn. Hindu Temple frá 10-13.öld. Lærðum aðeins um Cham fólkið. Þau misstu konungsríkið sitt því drengur giftist prinsessu og Cham fólkið missti landið sitt.
Í stríðinu var eitt temple-ið notað til að skýla fólki sem var slasað, það voru líka för eftir byssuskot á sumum byggingum. Leiðsögumaðurinn býr rétt hjá og sagði okkur frá afa sínum sem barðist í stríðinu, byssufar í hurðinni að framan á húsinu þeirra. Fyrir Vítenam var mikilvægt að hafa ekki bræður saman í stríðinu, minni líkur að báðir hefðu dáið. Mikilvægt fyrir fjölskyldur að eignast strák, þeir halda ættartréinu og nafni áfram. Í stríðinu þá þurrkuðust mörg fjölskyldu nöfn út. Leiðsögumaðurinn okkar táraðist við að segja okkur. Fann sérstaklega í Hué,Da Nang og Hoi An hvað fólk var enþá að jafna sig, enda ekki langt síðan stríðinu lauk.
Ho Chi Minh:
Flugum frá Da Nang (sem er 30min sirka frá Hoi An) til HCMC.
Fórum í Chu Chi tunnels með Po sem var svoo góður leiðsögumaður! mæli 100% með honum, fundum ferðina á Airbnb.
Sem við lærðum:
- Göngin voru búin til þegar Víetnam fór í stríð við Frakkland.
- Ho Chi Minh hét áður Saigon en þegar Norður Víetnam vann stríðið þá var borgin skírð í höfuðið á leiðtoganum Ho Chi Minh (kommúnisti). Margir sögðu Saigon við okkur og Po sagði að það var til að mótmæla HCMC nafninu.
- Stríðið milli Norður og Suður hluta Víetnam leiddi til að Bandaríkjamenn komu til að hjálpa suður. Þeir vildu ekki “the domino effect” af kommunisma.
- Norður Víetnam vann stríðið. Bandaríkjamenn fóru frá Víetnam 2 árum áður en stríðið hætti. Þannig Suður- Víetnam var ekki með nógu mikið mannafl.
- Hermenn Suður-Víetnam voru síðan látnir leita að sprengjum sem Bandaríkjamenn skildu eftir. Eins og leiðsögumaðurinn sagði “þið komuð með Bandaríkin hingað og þið þrífið upp eftir þá”.
- Margir kvennmenn börðust í stríðinu, Po sagði oft hvað menn líta upp til kvenna.

Fann á Airbnb aðra ferð sem tók mann á vespu og sýndi manni Saigon. Ótrúlega gamn og ein af skemmtilegustu ferðunum okkar í reisunni! Heitir: „Saigon History & Sightseeing By Scooter“ með Ben og vinum hans.
Myndband af ferðalaginu um Víetnam:
Takk fyrir að lesa! 🙂