TÆLAND I

Tæland fór fljótt á topp listann hjá okkur Degi. Auðvelt að ferðast milli staða, yndislegt fólk, rosa góður matur, mikið af ferskum ávextum og fallegt umhverfi. Auðvitað var smá áreiti í borg eins og Bangkok en það kom ekkert á óvart. 

Bangkok
Lentum í Bangkok byrjun desember 2019 og vorum í 2 daga. Það var alveg nóg. Fyrstu mistökin okkar voru að athuga ekki staðsetninguna á hótelinu sem við vorum á…. Það endaði í að við vorum 30mín frá Khaosan road sem flestir ferðamenn eru.
En jákvæða var að við vorum nær local lífinu. Við ákváðum að fara beint á Khaosan road og koma ekkert upp á hótel fyrr en um kvöldið. 

IMG_8846.JPG

Þar sem við mættum frekar seint að Grand Palace og hún var að loka eftir 30mín þá bauðst einn tuktuk bílstjóri að fara með okkur að öðrum vinsælum stöðum fyrir ákveðna upphæð. Við gerðum það einu sinni, í Kandy, Sri Lanka og það varð að rosa góðum degi þannig ákváðum að prófa það. Svo bauðst hann til að fara með okkur þar sem við getum farið á bát og skoðað Bangkok þannig, sjá gamla bæinn og sjá fljótandi markað. Hann passaði að taka fram að það væri litli markaðurinn, ekki stóri.
Við ákváðum bara að kíla á það. Mikil misstök sem það var! 4.000k á mann fyrir þessa bátsferð, fljótandi markaðurinn voru 2 bátar sem komu að okkur. Svo vorum við stopp á einum stað í svona korter þar til annar bátur kom og sótti okkur. Við hættum síðan við að halda áfram með þessa skoðunarferð þar sem það var komið sólsetur og bráðum myrkur. Bílstjórinn sá að við vorum ekki ánægð, við báðum hann að taka okkur beint á Khaosan road og við myndum bara borga helming af verðinu. Lærðum þarna að þótt einhvað var sniðugt í öðru landi þá þýðir það ekki að það sé sniðugt annarrstaðar.

Khaosan Road, mættum snemma og fengum okkur að borða. BESTA pad thai sem við smökkuðum ALLA ferðina, man því miður ekki nafnið á staðnum en þetta var bara lítill matarbás á götunni með nokkur borð og stóla. Eins og allir hinir haha.
Fórum á 2-3 staði og fengum okkur drykki, enduðum síðan á uppistandi sem var alveg mjög svartur húmor, mjög fyndið.

IMG_8845.JPG

Grand Palace var svooo troðið. Við lentum reyndar á sérstökum degi, fyrrverandi konungur Tælands hefði átt afmæli þann dag. Bhumibol Adulyadej (lést 13 okt. 2016). Heimamenn töluðu mjög fallega um hann. Sáum oft myndir af honum eða núverandi konunga á vegg í heimahúsum, hótelum, veitingarstöðum og fl. Útaf þessum degi voru alveg rosalega mikið af fólki.
En næst löbbuðum við yfir í Wat Pho þar sem fræga liggjandi Buddah styttan er. Þar var miklu minna af fólki og mjög fallegt, nutum þess mjög að vera þar.

Ao Nang
Flugum frá Bangkok til Krabi og þaðan fór lítil rúta til Ao Nang  (borguðum miða á staðnum).

IMG_8890.JPG
Ao Nang gaf okkur svoldið svona Tenerife vibe, þetta var svona ferðamannagata með veitingarstöðum, nuddstofum, ferðaskrifstofur, barir og búðir. 

Ströndin var mjög falleg og hugguleg.
Það er mjög mikið af nuddstofum allstaðar, okkur fannst nuddið þar best og besta verðið í Ao Nang.

IMG_8843.JPG
Tan
var uppáhaldsstaðurinn okkar til að borð, dýrara en við viljum eyða í mat en SVO GOTT!

Koh Phi Phi
Koh PhiPhi er mjög falleg, þegar við vorum þá var ekki mikið hægt að tana á ströndinni þar sem sólin fór ekki alveg yfir, en samt rosa huggulegt. Við sofnuðum alveg 2-3x á ströndinni, svo kósí.

IMG_8887.JPG

Það er rosalega mikið verið að selja dagsferðir í eyjahopp. Við ákváðum að fara með hraðbáti.

IMG_8888.JPG
Jákvæða: vorum ein af þeim fyrstu á Bamboo Island (svooo falleg), einn af starfsmönnunum hjálpaði okkur að finna hákarla þegar við snorkluðum. Góður hádegismatur og alltaf nóg af drykkjum.
Neikvæða: voru miklu fleiri með okkur en við héldum að myndi vera.

*Það var sagt við okkur að við myndum gefa öpunum banana (ekki það að ég er skíthrædd við þá og myndi aldrei þora því) en svo er það ólöglegt. Þeir verða meira aggressive og líklegri til að ráðast á þig.

IMG_8889.JPG
Fórum svo á Koh Phi Phi viewpont, ég stoppaði á fyrsta stoppi, Dagur fór alla leið. Mjög fallegt! Fórum um kringum 15:00 minnir mig og fórum þegar flestir voru að koma fyrir sólsetrið. MUST að taka moskító sprey/krem með sér!!!

Eitt sem stóð líka rosalega uppúr voru kisulingar! Ótrúlega margir kettir á þessari eyju.

Næst á dagskrá var að koma sér yfir til Koh Samui. Við tókum rútu, sem var bara fínt. Það var stoppað ca 3x og gast pantað mat á sumum stoppustöðum. Ferja tók okkur svo til Koh Samui.

Koh Samui

IMG_8892.JPG
Á Koh Samui fórum við aðallega í sólbaði á Silver beach. Kíktum svo á sunnudagsmarkaðinn.

IMG_8893.JPG
Einn daginn þegar var skýjað, þá leigðum við vespu og fórum að skoða Big Buddah og Fisherman Village (sem var rosalega dýrt, alveg 3x hærra en venjulegt verð).
Koh Samui var lika svoldið Tenerife vibe fannst okkur, það var hægt að gera allskonar en við tókum því aðalega bara rólega.

 

Ferðin okkar í Tælandi:

Tæland 2019

Takk fyrir að lesa! 😉

Screenshot 2020-02-09 at 19.09.45.png

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s