TÆLAND II

Koh Tao

IMG_8894.JPG
Þar sem þessi eyja skortir ekki köfunarskóla, þá náði Dagur sér í réttindi. Ég er ekki mikill aðdáandi að fara í sjóinn, samþykkti að snorkla í Koh Phiphi og finnst það alveg nóg haha. En á meðan hann var í skólanum þá vann ég smá, lá í sólbaði og naut þess að vera í sólinni við Sairee ströndina (best að vera þar!).

IMG_8891.JPG
Kíktum á Koh Nang Yuan Viewpoint, mjög falleg lítil eyja og gaman að kíkja í nokkra tíma. Það var bannað að taka plastflöskur, hægt að kaupa mat og drykki á eyjunni.
Fólk var í sólbaði á ströndinni og að snorkla, en smá varúð:
Ströndin var þakinn dauðum þurrum kóral og var mjög vont að labba þar, ekki heldur það besta að liggja á honum.

IMG_8902.JPGIMG_7420.JPGIMG_8903.JPG

Á Koh Tao var máltíðin hjá okkur í kringum 400-1.000kr sirka, fór alveg eftir hvert við fórum.
 Það var veitingastaður sem er svoldið falinn sem heitir Mama’s Piyawan’s. Ef þú heldur að þú sért að fara vitlausa leið, þá ertu að fara rétta leið. Sá staður var mjög ódýr og fínn matur. 🙂
Annars var uppáhalds staðurinn minn SuChilli, svooo góður matur og rosa góð þjónusta en alveg 600-800kr sirka máltíð.

Fyrir aftan köfunarskólann sem Dagur fór í voru 5 nokkra vikna hvolpar! Var erfitt að kveðja þessar krúttbombur!

IMG_7414.JPG

Chiang Mai
Vá já, að koma sér frá Koh Tao til Chiang Mai er ekkert grín. Við fórum með ferju, rútu, lest og svo næturlest. Það var orðið frekar flókið að finna bestu leiðina og ódýrustu. Við töluðum við nokkrar ferðaskrifstofur og besta var á móti þar sem pub crawlið byrjar í Sairee ströndinni. Þar skoða þau flug líka og plana allt fyrir þig.
Næturlestin var alls ekki slæm en ekki heldur svaka næs. Ég náði ekki alveg að sofa, mæli með að taka með klósettpappír, ekki víst að þeir fylli á eða eru með á klósettinu. Lægri beddinn er dýrari því það er meira pláss, samt var alveg fínt að vera í efri rúminu

IMG_7415.JPG

Við vorum hissa hvað við vorum heilluð af Chiang Mai, vorum í Old Town. Fyrsta daginn leigðum við hjól og skoðuðum bæinn og nokkur temple, þau eru rosalega mörg! Svo falleg borg. Stóð mjög uppúr í ferðinni okkar.

C8135F77-C46B-4366-8E67-D8C0F51BE23C.JPG

IMG_7418.JPGIMG_7419 copy.JPG

Eins og flest allir sem fara til Chiang Mai, þá fórum við að sjá fíla sem höfðu verið bjargaðir frá t.d. sirkúsi eða notaðir til að leyfa ferðamönnum að fara á bak á þeim.
Við völdum Toto’s Sanctuary. Mæli svo mikið með þeim. Við vorum rosalega heppin og fengum heiðurinn að hitta 5 fíla, 2 kríli (sem voru samt alveg risa stór haha). Þeir eru staðsettir frekar ofarlega í skóginum, á nóttinni fá fílarnir að fara sjálfir um skóginn og svo á morgnanna koma þeir til baka því þeir vita að þeir fá mikinn mat og það er dekrað við þá. En stundum kemur þá 1-3 kannski, þeir vita aldrei hversu margir verða yfir daginn. Við tókum heilan dag og fengum að baða þá eftir að hafa nuddað þá með kúknum sínum hahaha. Vorum hissa að við vorum að fara ofan í vatn sem var bara fílakúkur og þvag. En mjög skemmtilegt og gaman að sjá hversu miklir grallarar fílarnir voru. Svo gerðum við vítamín bolta og gáfum þeim. Viðukenni var mjöög smeyk fyrst, enda helduru á mat og risa dýr kemur hratt að þér og reynir að taka hann af þér, en með tíma þá kynntist ég þeim og var minna smeyk. Mjög eftirminnanlegur dagur.

FE619C5F-AC80-4DB0-89A4-267E98DB75EC.JPG
IMG_7417.JPG
Við höfðum 1 auka dag og okkur langaði að sjá White Temple (Wat Rong Khun)  í Chiang Rai. Chiang Rai er 3 klst frá Chiang Mai, hótelið bauð upp á ferð sem fór á White Temple og fleiri líka. Mjög skemmtilegt og ótrúlega fallegt. Þar sem við vorum að fara svona nálægt gamlárs að þá var extra mikið af fólki. Tælendingar frá t.d. Bangkok voru að koma norður og svo er Chiang Mai vinsælt yfir gamlárs útaf luktunum. En það truflaði  okkur ekki 🙂

IMG_7428.JPG
IMG_7429.JPGIMG_7431.JPGIMG_7432.JPG
Gamlárs í Chiang Mai var svo fallegt. Svo súrrealískt að sjá allar luktirnar fara upp, maður var búin að sjá  myndir og myndbönd og svo var maður bara kominn og upplifa þetta sjálf. Bakvið tjöldin fór þetta fljótt suður. Sumar luktir komust ekki upp og fóru á fólk, gangstétt, tré og á hús og brunnu. Margir sem búa í Chiang Mai voru á móti þessari hefð þar sem luktirnar voru að falla á hús og mynda göt á þökin, brenna trén og fleira svo við Dagur ákváðum að fylgjast bara með en ekki kaupa lukt og styrkja þannig hefðina.

IMG_7430.JPG

Við byrjuðum 2020 á matarnámskeið, lærðum að elda vorrúlur, mango sticky rice, pad thai og curry. Ótrúlega skemmtilegt, tælenskur matur er svoo góður!

IMG_7416.JPG

 

Myndbandið okkar frá Tælandi:

Tæland 2019

Takk fyrir að lesa! 😉

Screenshot 2020-02-09 at 19.09.45.png