Dubai var fyrsti áfangastaðurinn á 4 mánaða ferðalaginu okkar.
Eftir ca. sólarhringsferðalag (þá með 12klst bið á flugvellinum í Osló) þá ákváðum við að nýta tímann þar sem við vorum aðeins í 2 nætur og skella okkur í eyðurmörkina. Við keyptum ferð í gegnum mann sem var með skrifstofu á hótelinu. Ferðin var með innifalið fjórhjól og jeppaferð í eyðurmörkinni sem endaði svo á stað sem við borðuðum kvöldmat og sáum flotta sýningu ásamt fleiri ferðamönnum. Maturinn kom okkur frekar á óvart, gott úrval og góður (þakklátur matargikkur :P).
Næsta dag fórum við í Burj Khalifa og Dubai Aquarium and Underwater Zoo.
Í lok dagsins var svo kíkt á Burj Al Arab.
Við Dagur vorum með hringa til að þykjast vera trúlofuð, til að lenda ekki í veseni en ég held að Dubai sé alveg afslappari varðandi það hjá ferðamönnum nú í dag. Eftirá litið þá fannst mér það óþarfi. Okkur fannst frekar leiðinlegt að það var ekki mikið hægt að labba milli staða Þar sem hótelið okkar var. Dubai kom skemmtilega á óvart og er ég fegin að hafa tekið 2 daga til að skoða.
Myndband frá ferðinni okkar / Our travel video:
Takk fyrir að lesa! 😉